Vantar þig innblástur fyrir girnilega máltíð fyrir stefnumót heima? Hvers vegna ekki að nota örbylgjuofninn og koma elskunni þinni á óvart með þriggja rétta máltíð? Hér finnur þú tillögur að uppskriftum úr örbylgjunni.
Þegar við eyðum auknum tíma heimafyrir er mikilvægt að vera úrræðagóð til þess að festast ekki í sama farinu. Er ekki tilvalið þá að prófa hversu langt þú getur gengið með eldhústækin þín að vopni? Hér finnur þú þriggja rétta matseðil beint úr örbylgjuofninum!
Hvernig hljóma bakaðar kartöflur, rjómalöguð súpa með serrano skinku og kaka í desert? Fullkominn kvöldverður til þess að deila með ástvinum og gera tilraunir með örbylgjuofninum í leiðinni. Kíktu á uppskriftirnar hér neðar.
Sígild bökuð kartafla með allskyns góðgæti ofan á er alltaf góð. En slepptu því að hita ofninn og baka hana í eilífðartíma. Örbylgjuofninn bakar hana á miklu styttri tíma!
Þú þarft:
4 bökunarkartöflur (u.þ.b. 250 gr)
Ferskt dill
Sítróna
Annað sem þér finnst gott ofan á kartöflur. Til dæmis beikon, sýrðan rjóma og graslauk eða allskyns osta.
Framkvæmd:
• Hreinsaðu kartöflurnar og stingdu í þær nokkur göt.
• Bakaðu í örbylgjuofni á hæsta styrk (800W) í um það bil 14-16 mínútur.
• Taktu kartöflur út þegar tíminn er liðinn. Skerðu kross ofan á þær með beittum hníf og opnaðu þær.
• Bættu við smjörklípu eða öðru sem þú vilt ofan á.
• Skerðu niður smá dill og skreyttu ásamt þunnri sítrónusneið.
Auðvitað geturðu eldað fljótlega rjómalagaða súpu í örbylgjuofninum. Í þessari uppskrift eldarðu serrano skinskusneiðar í örbylgjunni þar til þær verða stökkar og heitar í gegn – fullkomið bit sem mótvægi við silkimjúkri súpunni.
Þú þarft:
250 gr þistilhjörtu, helst skorin í bita
1 dl rjómi
1 dl mjólk
Smá soð, u.þ.b. ½ dl
Framkvæmd:
• Settu öll hráefnin í skál sem má fara í örbylgjuofn.
• Eldaðu súpuna í u.þ.b. 15 mínútur á lágri stillingu.
• Kíktu á súpuna að 10 mínútum liðnum.
• Þegar þér finnst hún vera tilbúin og þistilhjörtun orðin mjúk geturðu blandað súpuna með töfrasprota eða í blandra.
• Smakkaðu til með salti og pipar.
Serrano skinka:
• Raðaðu serrano skinkusneiðunum á disk sem má fara í örbylgjuofn og steiktu þær á hæsta styrk í 2 mínútur eða þar til þær eru stökkar.
• Skreyttu súpuna með serrano skinkunni.
Hver vill ekki klístraða köku í eftirrétt? Nýttu tækifærið til þess að prófa örbylgjuofninn og bakaðu köku í bolla í staðin, hin raunverulega bollakaka! Einföld, fljótleg og mjúk!
Þú þarft:
(Þessi uppskrift er fyrir tvo, tvöfaldaðu uppskriftina ef þú vilt gera fleiri kökur.)
4 msk maísmjöl (maizena)
½ tsk lyftiduft
4 msk flórsykur
1 egg
½ tsk vanilluduft
Smá salt
1 msk kakó
4 msk hnetusmjör, t.d. Nutella eða sambærilegt.
3 msk mjólk
3 msk brætt smjör
Framkvæmd:
• Blandaðu fyrst saman öllum þurrefnunum í skál.
• Bættu síðan restinni af hráefnunum saman við og hrærðu vel saman.
• Skiptu deiginu í 2 stóra bolla en passaðu að fylla ekki alla leið upp að brún, helst þannig að bollin sé hálfur.
• Bakaðu á hæsta styrk í örbylgjunni. Byrjaðu á 1 mínútu og síðan í 20 sekúndur í senn þar til kakan er tilbúin. Gættu þess að kakan leki ekki út fyrir bollana.
• Þegar bollakökurnar eru tilbúnar þá er frábært að bera þær fram með ís og ferskum berjum!
Skoðaðu alla örbylgjuofnana okkar hér!